21.04.1943
Neðri deild: 4. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í B-deild Alþingistíðinda. (788)

12. mál, bannsvæði herstjórnar

Dómsmrh. (Einar Arnórsson):

Þetta mál kemur svo seint fram vegna þess, að mér var ekki kunnugt um nauðsyn þessarar lagasetningar fyrr en 17. þ. m., og fékk ég allshn. Ed. til að flytja það.

Eins og hv. þm. sjá, leggur þetta frv. refsingu við að fara inn á bannsvæði herstjórnarinnar, sem auglýst hafa verið af íslenzkum stjórnarvöldum.

Um refsingar fer auðvitað eftir íslenzkum lögum.

Þar sem nú er svo áliðið þings, að athugun þessa frv. í n. gildir sama og frestun á afgreiðslu þess, og þar sem það hefur verið athugað af þeirri n., sem flytur það, þá þætti mér líklegt, að það gæti gengið nefndarlaust hér í gegn, og mælist ég til þess.