27.09.1943
Efri deild: 25. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (835)

55. mál, happdrætti Laugarneskirkju

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson) :

Herra forseti. Það er út af fyrirspurnum, sem fram komu við 2. umr. frv. þessa um það, hvort sú undanþága, sem hér er farið fram á, næði til tekjuskatts og útsvars fullkomlega, að ég hef leyft mér að bera fram brtt. á þskj. 101. Ég átti ekki kost á að ná meiri hluta nefndarinnar saman, þótt æskilegt hefði verið, að ég hefði getað rætt málið við meðnefndarmenn mína. Tók ég því þann kost að bera fram brtt. þessa til þess að taka af allan efa um stefnu frv. Vil ég vænta þess, að þeir háttv. þm., sem annars hafa fylgt frv.; geti einnig fylgt þessari brtt.