17.09.1943
Neðri deild: 18. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í B-deild Alþingistíðinda. (884)

48. mál, verðlag

Flm. (Áki Jakobsson) :

Það er örstutt aths. Ég vil endurtaka það, að ég tortryggi reikningana, og það er ekki nóg að fá prentaða reikninga. Ég vil fá að sjá öll fylgiskjöl og reikninga og hvort þeir eru ekki tilbúnir. Ég tortryggi Sveinbjörn Högnason og Egil í Sigtúnum og ýmsa aðra menn, og ég býst við, að enginn lái mér, þótt ég tortryggi þá. Ég vil fá að vita, hvernig viðskipti samsölunnar og kaupfélagsins eru. Ég vil fá að vita, hvort þar eru ekki óljósar línur. Ég vænti, þegar farið verður að athuga þetta, þá heimti viðskiptaráðið á borðið ekki einungis prentaðar skýrslur, heldur einnig fylgiskjölin, og þá verður hægt að ganga úr skugga um, hvort tortryggnin er ástæðulaus eða ekki.