21.09.1943
Neðri deild: 20. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (903)

48. mál, verðlag

Einar Olgeirsson:

Einu atriði man ég eftir, sem snertir þetta mál viðvíkjandi verðmagni mjólkurinnar, en það er bílakostnaðurinn. Í fyrra haust, þegar mjólkin hækkaði, upplýsti mjólkurverðlagsn., að einn bíll kostaði Mjólkursamsöluna kr. 72000.00 á ári eða kr. 200.00 á dag. Þetta er hér um bil þrefalt hærri kostnaður en bíll kostar á vörubílastöðinni í Reykjavík. Þessar upplýsingar komu þá fram. Það er því ekki að undra, þó að einhverju skeiki með útkomuna, ef allir bílreikningar eru með svipuðum hætti.