07.10.1943
Neðri deild: 28. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (906)

48. mál, verðlag

Sigurður Guðnason:

Það, sem ég er óánægður með í þessu máli, er það, að þessi stofnun sæti ekki sömu skilyrðum og aðrar. Eðlilegra þætti mér, að samsölustjórnin gæfi þær upplýsingar, sem óskað er eftir, fremur en samsölunefndin. Ég vil sama réttlæti fyrir alla aðila, og þá er eðlilegast, að þetta sé algerlega háð viðskiptaráði. En ég get ekki látið hjá líða að minnast á ummæli þeirra SvbH og EystJ í garð verkamanna. Og ég ætla ekki nema að segja það, að það þýða ekki neinar hótanir í garð verkamanna í þessum efnum. Með samtökum sínum hafa þeir fengið allar sínar kjarabætur, og verkamenn eru viðurkenndir sem samningsaðilar. Þeir fara það langt, sem þeir mögulega geta í þessu efni, svo að það þýða við þá engar hótanir.