07.10.1943
Efri deild: 30. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 654 í B-deild Alþingistíðinda. (994)

46. mál, hafnarlög fyrir Ólafsfjörð

Bernharð Stefánsson:

Sem flm. frv. finn ég ástæðu til að þakka hv. sjútvn. þann góða skilning, sem hún hefur sýnt í þessu máli.

Um brtt. þær, sem n. flytur, er fátt að segja. Ég get verið sammála n. um að fella niður það ákvæði að gera það að skilyrði fyrir ríkisábyrgð, að lánið sé tekið fyrir milligöngu Landsbankans og að í staðinn komi: opinberra stofnana. Þetta ákvæði er nú ástæðulaust og úrelt, þótt það hefði þýðingu á sínum tíma. Ég hef ekkert á móti hækkun sektarákvæðisins, eins og n. leggur til. Mér fannst í fljótu bragði lágmarkið vera of hátt, en er ég hafði fengið þær upplýsingar, sem n. lét í té, sé ég, að rétt er að hækka það.

Ég sé ekki ástæðu til að óska neinnar breytingar á till. og mun því fylgja þeim brtt. eins og þær liggja fyrir. Endurtek ég svo aðeins þakklæti mitt til nefndarinnar.