14.02.1945
Efri deild: 127. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 774 í B-deild Alþingistíðinda. (1101)

230. mál, tekjuskattsviðauki 1945

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, hefur verið til athugunar í fjhn., og hefur hún lagt til, að það verði samþ. óbreytt. — Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa um mál þetta langar umr., þar sem öllum er það kunnugt. — Vil ég þó aðeins taka það fram, að rætt var um það í n., hvort ástæða væri til. þess að breyta lítils háttar orðalagi 2. gr., þar sem segir um álagningu og gjalddaga skatts þessa, en n. hvarf frá því, vegna þess að þetta er eins orðað í l. um dýrtíðarráðstafanir 1943. Eins og kunnugt er, er þessi skattur eins og sá skattur, sem þá var kallaður verðlækkunarskattur, og er ætlazt til þess, að hann nái til sömu aðila og sé framkvæmdur á sama hátt, þótt skattstigi frv. sé allmiklu lægri.

Vil ég svo mælast til þess, að hv. þdm. samþ. frv. óbreytt.