13.02.1945
Neðri deild: 128. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 785 í B-deild Alþingistíðinda. (1145)

166. mál, bygging nokkurra raforkuveita

Garðar Þorsteinsson:

Þetta frv. er, eins og hv. þm. er kunnugt, komið frá Ed. Upphaflega var það aðeins um rafveitu til Suðurnesja, en Ed. bætti inn í það heimild um rafveitu til Selfoss og fleiri staða í Árnes- og Rangárvallasýslu og fleiri staða. Þetta frv. fer sennilega til n. hér, og ég vil skjóta því til þeirrar n., hvort hún vildi ekki taka til athugunar að bæta inn í frv. heimild til þess að leggja línu frá Akureyri út Eyjafjörð til Dalvíkur og Hríseyjar í samræmi við þáltill., sem samþ. hefur verið með sérstöku tilliti til þess, sem ráðh. hefur sagt, þar sem hann óskaði að hafa þingvilja fyrir því og það kæmi í frv. formi. Mér þætti vænt um, ef hv. n. vildi flytja þetta, þó að ég gæti komið till. á framfæri um þetta.