29.09.1944
Neðri deild: 58. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 787 í B-deild Alþingistíðinda. (1158)

141. mál, kaup eigna setuliðsins

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. —Þetta frv. er samhljóða brbl. frá 26. apríl þ. á. Lögin voru gefin út í samráði við alla þingflokka. Aðalástæðan til að set ja l. var, að landsmenn þyrftu að hafa í hendi sér, hversu skjótt yrði rýmt burt þeim hernaðarmannvirkjum, sem hér voru reist til bráðabirgða, og haft var í huga, hvernig landsmenn mættu hafa sem mest not af þeim eignum. Af hernaðarástæðum er þess óskað, að ekki verði mikið um þetta rætt opinberlega. En að sjálfsögðu eru allar upplýsingar til reiðu fyrir þá þm., sem þeirra kynnu að óska.