26.01.1944
Neðri deild: 6. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (116)

17. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Þessi l., nr. 98 frá 1941, eru heimild handa stj. til að lækka tolla á kornvörum og sykri. Þessi heimild hefur verið notuð, síðan hún var veitt, og framlengd frá ári til árs. Heimild til framlengingar fyrir þetta ár var lögð fyrir síðasta þing, en náði þá eigi afgreiðslu. Því er þetta frv. lagt fram nú. Fjmrh. fyrir, að Alþ. muni ekkert hafa við það að athuga, að framlenging verði gerð á þessum ráðstöfunum, enda hefur fjmrn. ekki gert breyt. á þessu það sem af er þessu ári, í því trausti, að þetta mundi ná framlengingu, enda hef ég umsögn fjhn. um, að hún sé því samþykk, að mælt verði með þessu.