28.01.1944
Neðri deild: 7. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (119)

17. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

N. leggur til, að þessi framlenging verði samþ., en jafnframt gerir n. breyt., sem aðeins varða formshlið málsins.

Vegna þess að l. frá 1941 og 1943 (3. gr. l. nr. 98) eru úr gildi fallin, þótti rétt að orða 1. gr. þannig, að þær heimildir, sem ríkisstj. voru veittar 1941 og 1943 um lækkun á tollum, skuli koma aftur í gildi. — Fljótt á litið lítur svo út sem nokkru muni á brtt. n. og 1. gr. frv., en þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að þessi breyt. er aðeins formsbreyt. af þeim ástæðum, að þegar framlengd er heimild stj. (1. liður 3. gr. l. frá 1941) , gildir sú framlenging fyrir báða hina liðina, 2. lið um það að lækka um helming tolla á nokkrum vörutegundum og 3. lið um það að hækka um 50% áfengi og tóbak. Þessar heimildir hafa ekki verið notaðar í þessu formi, heldur hefur álagningin verið hækkuð. Framlenging þessara liða hefur því enga þýðingu.

Þessi formáli ætti að nægja til þess að skýra það, að hér getur varla verið um neinn ágreining að ræða.