24.02.1944
Efri deild: 14. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

39. mál, girðingar til varnar gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og fjárskipti

Frsm. (Páll Hermannsson):

Herra forseti. Þetta frv. er nú hvorki svo langt né torskilið, að um það þurfi langa ræðu, enda er greinilega tekið fram í grg. þess, hvert það stefnir. Auk þess var ýtarlega um það rætt víð 1. umr. — Ég vil aðeins geta þess, að landbn. hefur athugað málið á tveimur fundum og kvatt framkvæmdastjóra sauðfjárveikivarnanna, Sæmund Friðriksson, til samráðs við sig. Eftir að n. hefur talað við hann, hefur hún orðið sammála um að mæla með frv. óbreyttu.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta, nema tilefni gefist til.