04.03.1944
Neðri deild: 25. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 908 í B-deild Alþingistíðinda. (1355)

39. mál, girðingar til varnar gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og fjárskipti

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Landbn. hefur orðið sammála um að mæla með þessu frv. Eina breyt., sem þarna er gerð á gildandi l. frá 1941, er á þá leið, að í stað þess að miða við, að framteljandi hafi átt 150 kindur eða fleiri, sé miðað við, að hann hafi átt 25 kindur eða fleiri við síðasta skattaframtal, áður en veikin kom sannanlega fram í fjárstofni hans. Þetta þykir sanngjarnara. Það er ósanngjarnt, að þeir bændur missi rétt til atkvæðagreiðslu, sem orðið hafa fyrir verulegum fjárskaða.

N. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.