28.02.1944
Efri deild: 17. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (1400)

50. mál, atkvæðagreiðsla um niðurfellingu dansk-íslenzka sambandslagasamningsins og lýðveldisstjórnarskrár Ís

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Eins og ég sagði hér í framsöguræðu fyrir frv. þessu á laugardaginn, þá þarfnaðist 1. gr. og 3. Gr. frv. nokkurra leiðréttinga, til þess að hægt væri að afgreiða málið úr hv. d., áður en stjórnarskrárfrv. verður afgr, frá þinginu. Og þær brtt., sem fram hafa verið bornar á þskj. 96, eru einungis til þess að koma þessum leiðréttingum að, en breyta engu meginefni frv., og má skoða þær sem hreinar leiðréttingar.

Ég vil geta þess út af fyrirspurn utan umr., að eins og frv. liggur fyrir, þá er ráðgert, að talning eigi sér stað í hverju kjördæmi, þannig að atkv. verði safnað saman í hverju einstöku kjördæmi og talin þar, en ekki á öllu landinu í heild.