07.03.1944
Neðri deild: 27. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 927 í B-deild Alþingistíðinda. (1458)

62. mál, dýrtíðarráðstafanir

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Ég get fullvissað hv. þm. Siglf. um, að það er misskilningur, hjá honum, að ríkisstj. hafi skrifað slíkt bréf. Ég skil ekki vel ræðu þessa hv. þm. um það, að óskemmtilegt sé að horfa upp á ríkisstj. greiða stórar fúlgur úr ríkissjóði, án þess að heimild Alþ. komi til. Öllum hv. þm. hlýtur að vera kunnugt um, að sú heimild var ríkisstj. veitt á síðasta þingi, svo að ekki er um það að ræða að greiða þessar uppbætur án vilja þingsins. Heimildin var orðuð þannig, að hún gilti, þar til öðruvísi væri ákveðið af þinginu, og enn hefur annað ekki verið ákveðið.