28.01.1944
Neðri deild: 7. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

11. mál, skemmtanaskattur

Frsm. (Jakob Möller):

Fjhn. hefur haft þetta frv. til meðferðar og leggur til, að það verði samþ. óbreytt.

Heimild sú til að innheimta skemmtanaskatt með viðauka, er fólst í l. frá 28. des. 1942, var útrunnin 1. jan. s.l., og er því talið nauðsynlegt að framlengja heimild þessa. Þetta frv. felur því í sér það, að á árinu 1944 er heimilt að innheimta skemmtanaskatt af kvikmyndasýningum með 200 % álagi og af öðrum skemmtunum með 20% álagi. Þó skulu leiksýningar, hljómleikar og söngskemmtanir innlendra manna undanþegnar álagningunni.