25.02.1944
Efri deild: 15. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 951 í B-deild Alþingistíðinda. (1592)

47. mál, lendingarbætur á Hvalskeri

Flm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. — Þetta frv. er einnig flutt að ósk hreppsnefndar Rauðasandshrepps, og er hér um að ræða lendingarbætur í þeim hreppi. Á Hvalskeri er aðalupp- og útskipunarhöfnin fyrir vörur til og frá kaupfélagi hreppsins, sem er aðalverzlunarstaður Rauðasands, en Rauðasandur er einn af blómlegustu hlutum hreppsins. Hafa hreppsbúar í hyggju að koma upp hjá sér lendingarbótum svo fljótt sem verða má.

Sé ég ekki ástæðu til að ræða þetta frekar nú, en óska, að frv. verði vísað til hv. sjútvn. að lokinni þessari umr., og vona, að það fái skjóta og sanngjarna afgreiðslu í n.