12.09.1944
Neðri deild: 48. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

100. mál, lendingarbætur á Sæbóli í Aðalvík

Flm. (Sigurður Bjarnason):

Ég get verið mjög stuttorður um þetta frv. Það stendur mjög líkt á um þörf fyrir lendingarbætur þarna og þar, sem var rætt um rétt áðan, Látrum í Aðalvík. Þarna á Sæbóli er smáþorp, þar sem snjór hefur lengi verið sóttur. En lendingarbætur eru engar, og er því brýn nauðsyn — til nokkurra lendingarbóta. Kostnaður er áætlaður hinn sami og á Látrum, samkv. rannsókn framkvæmdri s.l. sumar. Hreppsn. Sléttuhrepps hefur nú gert ályktun og óskað þess, að Alþ. setji lög um lendingarbætur þarna. Óska ég, að málinu verði vísað til 2. umr. og sjútvn.