21.09.1944
Efri deild: 47. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í B-deild Alþingistíðinda. (1648)

97. mál, tilraunastöð

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Ég get getið þess, að mér finnst ekki nauðsynlegt að athuga þetta frv. meir. En ég játa, að það er rétt, að það má hafa sérstaklega 3. gr. dálítið öðruvísi og í þá átt, sem hv. 6. þm. Reykv. gat um. Það mætti orða þetta á þá leið: Niðurröðun allra bygginga tilraunastöðvarinnar og annarra mannvirkja landsvæðisins skal gera í samráði við skipulagsstjóra ríkisins. Þetta er máske réttara en að ákveða þarna þjóðvegarstæðið. En úr því að farið er að minnast á, hver takmörk skuli vera á landi þessu, þá finnst mér ekki fjarri að staðfesta það, þó að óvanalegt sé í l. Einhvers staðar þarf að gera það. En úr því að á annað borð er byrjað á að geta um það, veit ég ekki, hvort hægt er að fara skemmra en gert er í 2. gr. En ég set mig ekki á móti því, að málið sé látið bíða til næsta fundar, einkum til að athuga orðalag 3. gr.