05.10.1944
Neðri deild: 59. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í B-deild Alþingistíðinda. (1659)

97. mál, tilraunastöð

Frsm. (Jón Pálmason):

Þær upplýsingar, sem fram komu í ræðu hv. 2. þm. N.-M. um skiptinguna á fénu, eru réttar, og n. er kunnugt um, að þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Landbn. áleit rétt að gera þessa brtt., vegna þess að þegar farið er út í nýbyggingar, þá sé rétt, að Alþ. ákveði, aó það skuli gert, og þá fyrst geti það lagt einhverja upphæð til þeirra bygginga, sem þarna verða gerðar. Að öðru leyti sé ég ekki, að það hafi sérstaklega mikla þýðingu, hvort till. verður samþ. eða ekki, því að ég reikna með því, ef lögin ná fram að ganga, að fjvn. taki upp fjárveitingu til þessarar starfsemi. Aðalatriðið er, að Frv. verði samþykkt.