17.10.1944
Neðri deild: 66. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 964 í B-deild Alþingistíðinda. (1668)

97. mál, tilraunastöð

Páll Zóphóníasson:

Eins og ég hef bent á áður, taldi ég mjög óheppilegt að hefja undirbúning undir þessa tilraunastöð með sérstakri fjárveitingu frá Alþingi. Í tilefni af því vil ég benda hv. fjvn. á, að undirbúningur undir rekstur þessarar stöðvar verður ekki hafinn með minna en 180 þús. kr. Það er minnsti stofnkostnaður við bygginguna og annað, og held ég, að hv. fjvn. megi hækka framlagið úr 100 þús. kr. upp í 280 þús. kr., ef hún ætlar að láta frv. komast til framkvæmda í því formi, sem það er nú.