18.09.1944
Efri deild: 44. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

30. mál, sala hálfra Skáldalækjareyju og Hvarfsdals

Frsm. (Páll Hermannsson):

Það er nú alllangt síðan flm. þessa frv. gerði grein fyrir því í hv. d. eða í fyrravetur, svo að hv. þm. eru máske búnir að gleyma þeim ástæðum, sem hann færði fyrir þessu frv. En af því að mér er kunnugt, að í fskj. fyrir frv. eru alveg greinilegar ástæður færðar fyrir sölu á þessari engjaspildu, sé ég ekki þörf á að fjölyrða um þær. Ég vil aðeins lýsa yfir því, að landbn. varð sammála um að mæla með því, að þetta frv. verði gert að l. Einnig vil ég geta þess, að ábúandi á Skáldalæk er jafnframt eigandi jarðarinnar, svo að eftir að sala hefur farið fram, verður þarna einn eigandi, eins og talið er, að verið hafi . áður fyrr.

En þegar þetta mál var til afgreiðslu í landbn., lá þar fyrir ósk um aðra söluheimild, að ríkisstj. seldi hreppsnefnd Skarðshrepps dálitla eyðijörð þar í sveit, sem heitir Hvarfsdalur. Þessi jörð mun vera búin að vera í eyði allmörg ár, var eitt sinn eign kirkjujarðasjóðs. Var hún að vísu keypt, en kaupin gengu til baka. Vil ég, með leyfi hæstv. forseta, lesa upp kaupbeiðnina, þ.e. útdrátt úr gerðabók hreppsnefndar Skarðshrepps:

„Árið 1944, 5. sept., átti hreppsnefnd í Skarðshreppi í Dalasýslu fund að Hvalgröfum. Eftirtalin mál tekin fyrir og afgr. ...

3. Hreppsnefndin telur hreppnum nauðsynlegt að fá þjóðjörðina Hvarfsdal í Skarðshreppi keypta og felur þingmanni kjördæmisins, Þorsteini Þorsteinssyni sýslumanni, að bera það upp á Alþ., að Skarðshreppur fái nefnda jörð keypta. Leyfi sýslunefndar er áður fengið.“

Sömuleiðis liggur hér fyrir útskrift úr fundargerð aðalfundar sýslunefndar Dalasýslu frá 3.–5. maí 1944 um sama efni. Vildi ég, með leyfi hæstv. forseta, lesa hana einnig upp, 7. lið:

„Sýslunefndarmaður Skarðshrepps flutti beiðni frá Skarðshrepp, að sýslunefndin veiti leyfi til þess, að hreppurinn keypti eyðijörðina Hvarfsdal af kirkjujarðasjóði. Sýslunefndin veitir leyfi til þess, að Skarðshreppur kaupi jörð þessa, og mælir með, að kaupin takist.“

Landbn. er einnig sammála um, að sams konar heimild beri að veita ríkisstj. til sölu á þessari eyðijörð sem til sölu á Skáldalækjareyju. N. þótti verksparnaður í að taka þetta inn í frv. um sölu á Skáldalækjareyju, af því að hún taldi þessa heimild svo sjálfsagða. Ég legg til, að frv. verói samþ. með þeim breyt., sem felast í nál. á þskj. 310.