06.10.1944
Neðri deild: 60. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 970 í B-deild Alþingistíðinda. (1701)

137. mál, lækningaleyfi til handa dr. Karl Kroner

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Eins og nál. ber með sér, eru allir nm. sammála um mál þetta að efni til, að dr. Karl Kroner verði veitt íslenzkt lækningaleyfi. N. hélt fund með landlækni og leitaði álits hans. Var hann á sömu skoðun, að rétt og sjálfsagt væri, að leyfi þetta yrði veitt. Um hitt hafa verið nokkuð skiptar skoðanir, hvernig skilja beri ákvæðin um lækningaleyfi, hvort heilbrigðismálastjórn gæti veitt honum þetta leyfi, án þess að ný l. kæmu til. Meiri hl. n. taldi rétt, að sett yrðu um þetta ný l., og hefur hæstv. heilbrmrh. látið uppi þann skilning á þessu, að hann telji of hæpna heimild í núgildandi l. til að veita þetta leyfi, og leggur til, að þetta verði samþ. óbreytt. Hv. 2. þm. N.-M. er, eins og landlæknir, þeirrar skoðunar, að veita megi lækningaleyfið eftir núgildandi l., án þess að ný l. komi til. Vænti ég svo, að hv. deild samþ. frv.