12.09.1944
Efri deild: 41. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (1722)

94. mál, byggingarmálefni Reykjavíkur

Jónas Jónsson:

Það er aðeins stutt aths. — Það er einstaklega heppilegt, sem hv. flm. tók fram, hvað menn hafa valizt vel í skipulagsn., og þó að hann sæi ekki ástæðu til, að þeir sætu þar í embættisnafni, þá voru þetta svo prýðilegir menn, að hann var ánægður með þá engu að síður. Ég vil benda á þetta nú honum og öðrum til áminningar, þegar síðar kemur fram það góða frv., sem hann var að minnast á. Ég vonast eftir, að lagaðir verði þeir gallar, sem á frv. eru, og sé ekki ástæðu til að þreyta það mál lengur.