12.09.1944
Efri deild: 41. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (1724)

94. mál, byggingarmálefni Reykjavíkur

Flm. (Bjarni Benediktsson):

Ég vil, af því að hv. þm. Barð. er svo þrálátur, benda á, að það kemur oft fyrir, að nauðsynlegt er að rífa niður byggingu þegar í stað, sbr. t.d. þegar byrjað er á að byggja í götu. Á slíkt hús að fá að standa, meðan málið er að þvælast fyrir dómstólunum? Í öðru lagi geta manneskjur, einkennilegar að heilsufari, byggt hús þar, sem bein lífshætta er á ferðum. Er rétt að láta slíka byggingu standa áfram? Ég vildi ekki taka ábyrgð á því.