16.11.1944
Neðri deild: 75. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 988 í B-deild Alþingistíðinda. (1787)

52. mál, hafnarlög fyrir Akureyrarkaupstað

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Herra forseti. — Ég þarf ekki að hafa langt mál um þetta frv. Sjútvn. hefur haft það til meðferðar á nokkrum fundum og mælir með samþykkt þess með svolitlum breyt. tveim.

Það má heita nýmæli í frv., að þar er gert ráð fyrir hafnarbótum til að bæta aðstöðu til aðgerðar á skipum, og er þó hið sama raunar komið í hafnarl. fyrir Reykjavík. Vitamálastjóri telur sjálfsagt að taka þetta upp í hafnarl., þar sem ríkið styrkir slíkar framkvæmdir. Akureyri hefur verkfræðing fyrir bæjarstjóra, og hefur hann samið þær áætlanir, sem byggja skal eftir, en vitamálaskrifstofan kynnt sér þær og veitt þeim viðurkenningu sína. Meðmæli vitamálastjóra með frv. liggja því fyrir. Breyt. þær, sem rétt þykir að gera og fram eru bornar á þskj. 487, eru fyrst og fremst gerðar eftir tilmælum vitamálastjóra til samræmingar við önnur hafnarl.

Lagt er til, að skilyrði fyrir styrk og lánveitingu ríkisins sé, að yfirstjórn og reikningshald framkvæmdanna sé í höndum manns, sem atvmrn. samþykkir. — Í öðru lagi vill n., að það sé tekið fram í frv., að hafnarsjóður eigi það land, sem sjór fer yfir um stórstraumsflóð innan hafnar. Ég býst við, að um þetta verði ekki ágreiningur.