14.12.1944
Neðri deild: 92. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (1965)

190. mál, hafnarlög fyrir Ólafsfjörð

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Herra forseti. Þetta mál þarf ekki mikillar skýringar við. — Eins og hv. þm. er kunnugt um, eru í gildi hafnarl. fyrir Ólafsfjörð, en sú breyt. hefur á orðið, að kosin hefur verið bæjarstjórn í stað hreppsn., og l., sem hér um ræðir, eru samhljóða núgildandi l. að öðru leyti en því, sem leiðir af þeirri breyt., að bæjarstjórn er kosin.

N. hefur einróma fallizt á frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt.