08.01.1945
Efri deild: 93. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1132 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

232. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Frsm. (Magnús Jónsson):

Eins og grg. frv. ber með sér, hefur fjhn. þessarar d. flutt þetta frv. að tilmælum fjmrh. Þar sem hæstv. ráðh. er nú staddur í d., hygg ég hann muni sjálfur gera nánari grein fyrir því. Hér er um framlengingu að ræða í raun og veru, þó að orðalagið sé miðað við það, að l. féllu niður við síðustu áramót, og verður því að taka þau upp af nýju. En þegar ráðh. sendi n. frv., hafði hann ekki að fullu gengið frá athugun á því. Mun ég ekki fara um málið fleiri orðum, en vísa til þess, sem hæstv. ráðh. mun segja til skýringar á því.