06.12.1944
Neðri deild: 88. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í B-deild Alþingistíðinda. (2144)

112. mál, kirkju- og manntalsbækur

Frsm. (Barði Guðmundsson):

Herra forseti. — Ég vil bera þá ósk fram við hæstv. forseta, að mál þetta verði tekið á dagskrá sem fyrsta mál á næsta fundi hv. d., því að það hefur tafizt óhæfilega lengi. Er ekkert að sakast um það. En ég sem form. menntmn. hef reynt að ná samkomulagi við hv. þm. V.-Sk. (SvbH) um afgreiðslu málsins. En ég endurtek þessa ósk mjög eindregið, að málinu verði hraðað.