10.01.1945
Efri deild: 98. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1156 í B-deild Alþingistíðinda. (2191)

233. mál, róðrartími fiskibáta

Frsm. (Gísli Jónsson):

Eins og lofað var í hv. d. í gær, tók sjútvn. þetta mál til athugunar að loknum fundi og hefur þegar gefið út álit á þskj. 793, og mælir hún eindregið með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. 1. þm. Reykv., gat ekki komið vegna forfalla og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Ég vil þó taka fram, að n. væntir þess, að ráðh., sem fer með þessi mál, noti ekki þessa heimild lengur en nauðsynlegt er vegna hernaðarmála og reglugerð, sem um þetta yrði sett, yrði þá annaðhvort afnumin eða breytt í samráði við þá aðila, sem hér eiga hlut að máli. L. eru ekki annað en heimildarl.,, og þess vegna væntir n. þess, að þau verði ekki notuð lengur en nauðsynlegt er.