10.01.1945
Efri deild: 98. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1156 í B-deild Alþingistíðinda. (2193)

233. mál, róðrartími fiskibáta

Bjarni Benediktsson:

Ég sé, að í þessu frv. er gert ráð fyrir, að hlutaðeigendur kjósi nokkurs konar eftirlitsnefnd með því, að þeim reglum, sem settar eru samkvæmt. l., verði hlýtt. Mér er að vísu ekki ljóst, hversu umfangsmikið þetta starf á að vera og hversu það er bráðaðkallandi, að þessar n. taki til starfa, en vegna þess að mér virðist, að hér sé eingöngu um að ræða bráðabirgðafyrirmæli, sem ef til vill þyrftu ekki að standa mjög lengi, ef til vill ekki nema nokkrar vikur, og þess vegna sé hér um eins konar skyndilöggjöf að ræða, þá vil ég vekja athygli á, hvort ekki væri eins hentugt að láta þessa n. vera kosna af bæjarráði eins og bæjarstj., ef það er svo, sem hæstv. ráðh. getur upplýst, að n. þurfi að taka til starfa í þessari viku, því að það mundi kannske koma sér betur í Reykjavík, en ef það er nóg, að hún taki til starfa í næstu viku, þá kemur það út á eitt, þó að bæjarstj. kjósi hana.