10.01.1945
Efri deild: 98. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í B-deild Alþingistíðinda. (2194)

233. mál, róðrartími fiskibáta

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Þetta ákvæði í frv. er hliðstætt því, sem er í fiskveiðasamþykktum um þetta atriði, því að eins og kunnugt er mega veiðistöðvar setja hver um sig reglur svipaðar þeim, sem hér er farið fram á að setja, en aðeins fyrir eina verstöð í einu. Þá er það þannig, að starfandi formenn, tveir, þrír eða fleiri, hafa eftirlit með því, að reglugerðinni sé hlýtt. Hér er farið fram á að setja hliðstætt ákvæði. Þessum eftirlitsmönnum er eingöngu ætlað að fylgjast með því á sjónum, að reglunum sé hlýtt, og ef brotnar eru, hverjir séu þeir seku. Ég geri fastlega ráð fyrir, að . það komi ekki til nema að mjög litlu leyti, að um brot verði að ræða, því að allir, sem ég veit um, hafa sætt sig við þetta fyrirkomulag og munu því ekki leitast við að brjóta það. Þó að eftirlitsmenn fyrir Reykjavík yrðu ekki kosnir nú þegar, þá held ég, að það mundi ekki koma að sök, og mundi mér þykja það betra en þurfa að breyta frv. og senda það aftur til Nd.