28.09.1944
Neðri deild: 57. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1165 í B-deild Alþingistíðinda. (2215)

110. mál, sala nokkurra opinbera jarða

Páli Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég var með l. um erfðaábúð og óðalsrétt. En þótt maður sé með stórum lagabálki, þá er ekki þar með sagt, að maður sé samþykkur öllum ákvæðum hans. Það er líka rétt, að það er sjálfsagt ekki nein þörf með tvær af þeim jörðum, sem ég flyt till. um, að þær séu settar inn í l., en ég gat þess, að umsóknin um aðra jörðina hefði legið fyrir nokkuð lengi, án þess að svar hefði fengizt, og þess vegna eðlilegt, úr því að verið er að semja l. um sölu á opinberum jörðum, að þær komi þar inn í, svo að ekki þurfi að vera að pína út úr hæstv. stj. svar. En ég er hæstv. stj. sammála, að það sé ekki rétt að selja jarðir, heldur sé það þá bezt að láta Alþ. gera það glappaskot.