05.01.1945
Neðri deild: 95. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1171 í B-deild Alþingistíðinda. (2241)

110. mál, sala nokkurra opinbera jarða

Jón Pálmason:

Herra forseti. — Út af þeim brtt., sem fyrir liggja frá hv. 2. þm. N.--M. (PZ), vil ég segja það, að út af fyrir sig hef ég ekkert við það að athuga, þótt það yrði samþ. heimild til þess að selja þessar jarðir. En þetta frv. er búið að liggja hér fyrir síðan í þingbyrjun og er búið að ganga gegnum báðar deildir og er hér nú til einnar umr. Ég vil þess vegna ógjarnan fara að breyta þessu frv. nú og tefja það ef til vill með því að láta það fara fyrir Sþ. Ég held þess vegna, að það sé enginn skaði skeður fyrir hv. 2. þm. N.-M., sem hefði haft tækifæri til að koma með þessar brtt. fyrr, þótt hann bíði til næsta þings og komi þá fram með sérfrv. varðandi þær jarðir, er hér um ræðir. Annars má vísa því til flm., sem hér eiga hlut að máli, hvort þeir vilji eiga á hættu, að þessar brtt. verði samþ.