05.01.1945
Neðri deild: 95. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1171 í B-deild Alþingistíðinda. (2242)

110. mál, sala nokkurra opinbera jarða

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. — Hv. þm. a.-Húnv. beindi því til mín, hvort ég teldi hættu af því fyrir frv., ef þessar brtt. verða samþ. — Eins og hann gat um, var þetta frv. borið fram fyrstu dagana í sept. s.l. og er því búið að vera til meðferðar í fjóra mánuði, og vil ég því segja hið sama og hv. þm. a.-Húnv., að enda þótt ég fyrir mitt leyti gæti fallizt á þessar brtt., tel ég ekki rétt og legg á móti því, að þær verði samþ. núna, vegna þess að mjög er hætt við, að það gæti orðið til að drepa málið á þessu þingi, enda vil ég líka segja það, að flm. till. hefði verið í lófa lagið að bera þær fram við aðrar fyrri umr. hér í d. Legg ég því á móti því, að þessar brtt. verði samþ., þar sem frv. er stefnt í mikla hættu með þeim.