16.12.1944
Efri deild: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1185 í B-deild Alþingistíðinda. (2345)

203. mál, olíugeymar o.fl.

Gísli Jónsson:

Í tilefni af því, sem hv. 1. þm. Reykv. sagði, vil ég geta þess, að ég var að mörgu leyti honum sammála. En ég sá þó ekki ástæðu til annars en fylgja þessu frv., og þá einkum, ef það gæti orðið til þess að opna augu manna fyrir þeirri nauðsyn að taka þetta mál allt upp frá grunni. Því fleiri aðilar, sem fara inn á sama skattafyrirkomulag og samvinnufélögin, því fyrr mun þjóðin skilja, hversu óheppilegt það er, að menn búi við mismunandi skattal. eftir því, hvernig þeir skrá atvinnufyrirtæki sín. Þess vegna vildi ég ekki gera ágreining út af þessu máli út af fyrir sig.