11.01.1945
Neðri deild: 102. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1186 í B-deild Alþingistíðinda. (2353)

203. mál, olíugeymar o.fl.

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. — Frv. er þess efnis, að olíusamlög útgerðarmanna njóti sömu réttinda til skatta og útsvars og samvinnufélög. Þetta hefur verið athugað og er sanngjarnt, og mælir n. með því, að frv. verði samþ. Það er ekki von, að samlögin verði byggð upp til að uppfylla samvinnul., þess vegna er nauðsyn á þessari löggjöf.