22.02.1944
Neðri deild: 16. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í B-deild Alþingistíðinda. (241)

27. mál, skipun læknishéraða

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Ég vildi mælast til þess, að umr. yrði frestað, því að ég legg mikið kapp á, að einmitt landlækni gefist kostur á að láta álit sitt uppi um þessa brtt. hv. þm. G.-K., og því álít ég það ráðlegra að skjóta aðgerðum á dagsfrest en afgreiða málið nú.