10.01.1945
Neðri deild: 101. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1193 í B-deild Alþingistíðinda. (2455)

53. mál, veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar og kappróður

Pétur Ottesen:

Ég hef hér ásamt tveimur hv. dm. flutt brtt. við þetta frv. á þskj. 749. Samkv. þeirri brtt. á sú heimild, sem hér um ræðir, að ná til allra þeirra hestamannafélaga, sem hafa kappreiðar, og sömuleiðis á þetta að vera almenn heimild fyrir sjómannadagsráð í landinu, sem stofna til kappróðra, að viðhafa slíka veðmálastarfsemi.

Það er vitað, að þau hestamannafélög, sem hér starfa, vinna öll að sama marki og hafa sama verkefni með höndum. Það er þess vegna ekki eðlilegt að gera neitt upp á milli þeirra, hvað slík réttindi snertir. Alveg er hið sama að segja um kappróður, að víða í kauptúnum og kaupstöðum landsins hefur verið komið á fót sjómannadagsráðum, sem standa fyrir að minnast sjómannadagsins, og einn þáttur í því er kappróður. Þessi starfsemi hefur mjög færzt í vöxt hin síðari ár, og það er þess vegna einnig eðlilegt, að ekki sé gert upp á milli þessara aðila, heldur sé í báðum þessum tilfellum um almenna heimild að ræða.

Hv. frsm. allshn. minntist einnig á þetta við 2. umr. þessa máls, og vænti ég, að frá hans hendi eða n. verði samkomulag um, að þessi breyt. verði gerð á frv.