28.02.1945
Efri deild: 138. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í C-deild Alþingistíðinda. (2474)

198. mál, samkeppni um hugmyndir að mannvirkjum

Bjarni Benediktsson:

Það er ekki rétt, að ég trúi neitt á Einar Sveinsson eða aðra menn, eins og háttv. þm. S.-Þ. virðist temja sér, en steypir þó einatt goðum sínum af stalli.

En ég álít, að Einar Sveinsson sé góður starfsmaður, og það er alrangt, að hann hafi skaðað bæinn um 1 millj. kr. Það, sem hann gerði, var það, að hann teiknaði hús dálítið svipað landsímahúsinu, en bent hefur verið á, að byggja mætti yfir þessar svalir með litlum tilkostnaði. En að halda því fram, að Einar Sveinsson hafi með þessu skaðað Reykjavíkurbæ, nær vitanlega engri átt. Þetta er fáheyrð fullyrðing, sem ég vil mótmæla. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta.