17.01.1945
Neðri deild: 107. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1204 í B-deild Alþingistíðinda. (2634)

253. mál, innheimta ýmissa gjalda 1945 með viðauka

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Herra forseti. — Það má benda á það, að ef sú leið hefði verið farin 1941 að finna réttlát hlutföll milli kaupgjalds og verðlags á landbúnaðarafurðum, og sennilega halda hvoru tveggja utan dýrtíðarvísitölunnar, þá voru a.m.k. miklu minni líkur til þess, að það kapphlaup hefði orðið á milli þessa tvenns, sem raun hefur á orðið. Ef þessi leið hefði verið farin, var miklu minni hætta á hækkun dýrtíðarinnar. Um hitt hef ég ekkert sagt, hvort sú tilraun, sem gerð var í þessa, átt 1943, hafi verið réttlát eða ekki, og um það má deila endalaust. Og ég hygg, að það væri erfitt bæði fyrir mig og hv. 2. þm. S.–M. að kveða upp óyggjandi dóm um það.