25.02.1944
Efri deild: 15. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í B-deild Alþingistíðinda. (267)

27. mál, skipun læknishéraða

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. — Frv. þetta var lagt fram í hv. Nd. af ríkisstj. Við 3. umr. þar tók frv. markverðum breyt. og viðaukum, sem ríkisstj. telur, að ekki hafi verið athugaðir eins vel og vera ætti. Ég skal ekki fjölyrða um málið nú, en ég býst við, að málið gangi til 2. umr. og verði vísað til hv. heilbr.- og félmn. og ríkisstj. gefist þá kostur á að ræða málið ýtarlega við þá hv. n. Mun þá ríkisstj. gera grein fyrir sjónarmiðum sínum við n. Þess vegna mun ég spara mér fleiri orð um málið að þessu sinni.