27.11.1944
Neðri deild: 82. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í C-deild Alþingistíðinda. (2677)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Gunnar Thoroddsen:

Ég verð að láta í ljós undrun mína yfir orðum hv. frsm. menntmn. af tveim ástæðum. Fyrst og fremst var gert ráð fyrir því, þegar till. voru teknar aftur, að yfirlýsing menntmn. kæmi ekki fyrir 3. umr. og umr. væri því lokið nú. Í öðru lagi kemur mér mjög á óvart, þegar hv. frsm. talar um meiri og minni hl. menntmn., því að á þeim rúmlega tveim árum, sem ég hef átt sæti í n., hefur hún aldrei klofnað.

Á síðasta fundi var rætt um þetta mál. Ég var ekki viðstaddur, en bókað var að fresta niðurstöðu n. Mér er því algerlega ókunnugt um þá fyrirsjón að lýsa meiri og minni hl. n., því að það liggur alls ekki fyrir. Aftur á móti hef ég tekið aftur till. mínar til 3. umr. og vona, að þessari umr. sé lokið.