30.01.1945
Efri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í C-deild Alþingistíðinda. (2710)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég var búinn að tala í þessu máli við fyrri umr. og hef litlu þar við að bæta.

Hv. þm. S.-Þ. sagði, að það væri á valdi þingsins, hvaða rétt þessir skólar fengju. En ef héruðin ná í fé til að reisa skóla, þá er ríkissjóður í raun og veru orðinn skuldbundinn um 3/4 af upphæðinni, hversu sem greiðslu þeirrar skuldar verður háttað.

Ég gaf lítils háttar yfirlit yfir kostnaðarhlið þessa máls við fyrri umr. og hvert þetta gæti lent síðar meir, þegar jafnvægi kemst á hlutina. Nokkuð hefur sótt á húsmæðraskólana af kaupstaðarstúlkum, en nú eru víðast hvar í kaupstöðum að rísa upp húsmæðraskólar, svo að fyrir þá aðsókn til sveitaskólanna mun taka.

Að öllu athuguðu teldi ég rétt að samþ. till. 6. þm. Reykv. um að athuga þetta nánar, þar eð ekki virðist liggja svo mjög á.