30.01.1945
Efri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í C-deild Alþingistíðinda. (2719)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Frsm. (Jónas Jónsson):

Ég held mér sé óhætt að segja fyrir hönd mína og formanns n., að við sjáum hvorugur ástæðu til að fresta málinu til að senda það út úr þinginu. Ef hæstv. forseti telur af einhverjum ástæðum rétt að fresta, ræður hann því vitanlega, en meiri hl. n. óskar þess ekki, og frá þriðja nm., sem er fjarstaddur umr., hefur einskis orðið vart um, að hann óski frests. Þó að frestað yrði, mundum við áreiðanlega ekki nota okkur það til að senda málið út úr þinginu.