30.01.1945
Efri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í C-deild Alþingistíðinda. (2720)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Bjarni Benediktsson:

Maður á því ekki að venjast, að heil n. sé svo bölvuð, að þar sé enginn maður, sem fáist til að vilja bíða athugunar og skynsamlegra umsagna um svona mál. Áhuga nm. á málinu verður að marka á því, að einn þeirra sést ekki nú, annar, formaðurinn, veik strax af fundi, eftir að hann lauk ræðu sinni, og það er helzt hv. þm. S.-Þ., sem stendur fyrir svörum. Minna mátti ekki vera, ef berja á málið strax í gegn, en að n. eða meiri hl. n. fáist til að hlusta á rök aðila.