22.11.1944
Neðri deild: 80. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í C-deild Alþingistíðinda. (2827)

145. mál, iðnaðarnám

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. — Þetta mál var til umr. í iðnn., þegar ég átti sæti í henni, og var þá ekki afgr. Þá var meiningamunur um afgr. þess og ákveðið að senda það til umsagnar nokkrum aðilum, eins og segir á nál. meiri hl. n. Ég hefði kosið, áður en þetta mál væri afgr. í hv. d., að minni hl. n. væri gefinn kostur á að skýra frá sínu áliti, því að einhverra orsaka vegna hafa ekki allir verið viðstaddir, þegar þetta mál var afgr., eins og hv. frsm. gat um. Sömuleiðis væri æskilegt, áður en hv. dm. taka afstöðu til málsins, að sjónarmið þeirra aðila, sem umsagnar var leitað hjá, fengju að koma fram, svo að hv. dm. fengju að kynna sér þau, áður en endanlega verður gengið frá málinu við þessa umr. Ég hefði því kosið, að málinu yrði frestað, þangað til minni hl. n. fengi að færa rök fyrir máli sínu og umsögn n. allrar lægi fyrir um málið.