05.12.1944
Neðri deild: 87. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1221 í B-deild Alþingistíðinda. (2853)

153. mál, hafnarbótasjóður

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. — Ég vil eigi á nokkurn hátt tef ja þetta mál, og hefur n. sett þetta fram sem brýna nauðsyn og veitt því brautargengi, og sæti því sízt á mér að vera að tefja fyrir því, þótt nokkuð hafi nú verið veitzt að mér persónulega. Ég vil því ekki gefa tilefni til frekari umræðna, en vona, að þeir, sem andvígir voru málinu, geti fallizt á þetta, án þess að frekar sé um það rætt.