07.12.1944
Neðri deild: 89. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (2868)

153. mál, hafnarbótasjóður

Pétur Ottesen:

Herra forseti. — Ég vil taka það fram, að ég samþykki þessa brtt. Ég tel, að allur ótti hennar vegna sé ástæðulaus, til þess þyrfti ríkissjóður að kippa að sér höndum með hafnargerðir. Ég held, að ekki komi til þess, að sjóðurinn verði nokkurn tíma aðallega notaður til þessa, og ég undrast, að flm. skuli ekki geta fallizt á þetta þess vegna.