23.10.1944
Neðri deild: 69. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í C-deild Alþingistíðinda. (2911)

87. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. — Þetta frv., sem er stjórnarfrv., felur í sér ákvæði um, að skattgreiðendum sé heimilt að draga frá tekjum sínum allt að 10%, sé því fé varið til líknarstarfs eða menningarmála. Frv. hefur legið fyrir fjhn., og leggur n. til, að það verði samþykkt.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta neitt frekar, nema tilefni gefist, en legg til, að frv. verði samþ. óbreytt.